Það er grein­i­leg­ur kynj­a­mun­ur í öll­um fös­um í neysl­u text­íls,“ seg­ir Krist­ín Edda Óskars­dótt­ir, meist­ar­a­nem­i í fé­lags­legr­i sál­fræð­i og um­hverf­is­fræð­i. Hún fjall­að­i um rann­sókn sína á kaup­hegð­un Ís­lend­ing­a á um­ræð­u­fund­i um að­gerð­ir gegn text­íl­só­un og ó­jöfn­uð­i, sem hald­inn var af Um­hverf­is­stofn­un í gær.

Rann­sókn­ir Krist­ín­ar sýna að kon­ur sjá í átt­a­tí­u prós­ent­um til­fell­a um text­íl­inn­kaup á heim­il­um, að mest­u eða öllu leyt­i. „Kon­ur eru stór­neyt­end­ur og stór neyt­end­a­hóp­ur þeg­ar kem­ur að text­íl,“ seg­ir Krist­ín.

Hún seg­ir kon­ur ekki ein­ung­is sjá um kaup á fatn­að­i fyr­ir sig sjálf­ar, held­ur kaup­i þær fatn­að á alla fjöl­skyld­un­a á­samt öðr­um text­íl­vör­um, svo sem hand­klæð­um, rúm­föt­um og tusk­um.

Kaup­hegð­un karl­a og kvenn­a ólík

„Sam­kvæmt rann­sókn­inn­i bera kon­ur hit­ann og þung­ann af þess­u verk­efn­i inni á heim­il­in­u,“ seg­ir Krist­ín. Þá seg­ir hún kaup­hegð­un karl­a og kvenn­a í eðli sínu ó­lík­a, sam­kvæmt rann­sókn henn­ar voru karl­ar nægj­u­sam­ar­i þeg­ar kem­ur að fat­a­kaup­um og lík­legr­i til þess að kaup­a ein­ung­is það sem þá vant­ar. Kon­ur voru lík­legr­i til að kaup­a text­íl í fljót­færn­i og kaup þeirr­a stjórn­uð­ust oft­ar af til­finn­ing­um.

Krist­ín seg­ir sjálf­bærn­i og vinn­u­skil­yrð­i við fram­leiðsl­u text­íls ekki of­ar­leg­a í huga Ís­lend­ing­a, en að kon­ur hugs­i þó meir­a um þá þætt­i en karl­ar. Tal­ið er að átta til tíu prós­ent gróð­ur­hús­a­loft­teg­und­a eigi ræt­ur sín­ar að rekj­a til text­íl­fram­leiðsl­u og að henn­i fylg­i bæði um­hverf­is- og fé­lags­leg vand­a­mál.

Krist­ín seg­ir kon­ur með­vit­aðr­i um sjálf­bærn­i og vinn­u­skil­yrð­i en karl­a þó að slíkt sé ekki of­ar­leg­a í huga Ís­lend­ing­a.
Fréttablaðið/Anton Brink

Þeg­ar þátt­tak­end­ur rann­sókn­ar Krist­ín­ar voru spurð­ir spurn­ing­a varð­and­i los­un kom einn­ig í ljós grein­i­leg­ur kynj­a­mun­ur. 80 prós­ent kvenn­a segj­ast losa sig við föt því þau pass­i þeim ekki leng­ur. Fjör­u­tí­u prós­ent kvenn­a sögð­ust losa sig við við text­íl því þær væru komn­ar með leið­a á hon­um og tutt­ug­u prós­ent los­uð­u sig við föt því þær hefð­u keypt þau í fljót­færn­i.

Líkt og að leigj­a víd­e­ó­spól­u hér áður fyrr

Krist­ín seg­ir mik­il­vægt að hægj­a á neysl­unn­i þeg­ar kem­ur að text­íl, þar eigi kon­ur stór­an þátt. Á vefn­um sam­an­gegn­so­un.is seg­ir að hver flík sé að með­al­tal­i not­uð 150 sinn­um og að hver Ís­lend­ing­ur losi sig við um það bil 20 kíló af text­íl á hverj­u ári.

Þar má einn­ig finn­a ráð við því hvern­ig megi drag­a úr neysl­u text­íls. Meg­in­á­hersl­a er lögð á að kaup­a minn­a, þá er mælt með að kaup­a not­að, skil­a text­íl á rétt­an stað og nota hann leng­ur.

Krist­ín er ein þeirr­a sem mun opna fat­a­leig­un­a Spjar­a í sum­ar eða með haust­in­u. Hún seg­ist telj­a ó­lík­legt að í nú­tím­a­sam­fé­lag­i hlýð­i fólk því að hætt­a að kaup­a föt, því bæði föt og tísk­a séu stór hlut­i af lífi fólks og menn­ing­ar­sög­u.

„Þett­a er bara eins og að leigj­a víd­e­ó­spól­u í gaml­a daga,“ seg­ir Krist­ín. „Það að leigj­a föt get­ur upp­fyllt þess­a þörf okk­ar fyr­ir að gang­a í ein­hverj­u nýju, en um­hverf­is­á­hrif­in eru nán­ast eng­in,“ bæt­ir hún við.