Síð­ast­lið­inn sól­ar­hring hafa fjöld­i kvenn­a stig­ið fram og opn­að sig um kyn­ferð­is­of­beld­i sem þær hafa orð­ið fyr­ir og hvern­ig af­leið­ing­ar þess að segja frá því hafi verið. Þett­a kem­ur til vegn­a sam­fé­lags­um­ræð­u um Sölv­a Tryggv­a­son og kon­urn­ar sem hafa kært hann til lög­regl­u vegn­a kyn­ferð­is­of­beld­is.

Marg­ar lýsa því að við­brögð al­menn­ings við á­sök­un­um á hend­ur Sölv­a séu lýs­and­i fyr­ir á­stand­ið í sam­fé­lag­in­u, sem ein­kenn­ist að þeirr­a mati af ger­end­a­með­virkn­i. Það vek­ur at­hygl­i margr­a Twitt­er not­end­a að marg­ir virð­ist finn­a meir­a til með Sölv­a en kon­un­um sem hafa lagt kæru á hend­ur hans.

Um­ræð­an hef­ur kom­ið af stað nýrr­i bylgj­u af birt­ing­u reynsl­u­sagn­a með myll­u­merk­in­u #MeT­o­o þar sem kon­ur lýsa reynsl­u sinn­i af því að segj­a frá kyn­ferð­is­of­beld­i. Al­geng­ust­u við­brögð­in virð­ast vera van­trú, gas­lýs­ing og að gera lít­ið úr reynsl­u kvenn­ann­a.

Þá bend­a nokkr­ar kon­ur á hvers­u al­gengt það sé að tala um „slúð­ur­sög­ur“ þeg­ar menn eru sak­að­ir um of­beld­i og að þol­end­ur séu „hel­grill­að­ir á báli“ fyr­ir að stíg­a fram og svert­a orð­spor „góðr­a mann­a.“

Marg­ar kvenn­ann­a segj­ast einn­ig hafa upp­lif­að á­fall­a­streit­u­rösk­un vegn­a um­ræðn­a um mál­ið og hafa ýms­ar þeirr­a dreg­ið sig í hlé frá sam­fé­lags­veit­um vegn­a skað­legr­ar orð­ræð­u sem fer þar fram.