Framboðslisti Vinstri grænna í Suðurkjördæmi fyrir Alþingiskosningar í september var samþykktur á fundi flokksins í dag. Hólmfríður Árnadóttir, skólastjóri Sandgerðisskóla er oddviti listans og skipa Heiða Guðný Árnadóttir, bóndi og sveitarstjórnarmaður í Skaftártungu og Sigrún Birna Steinarsdóttir, formaður Ungra vinstri grænna annað og þriðja sæti hans.
Í ræðu á fundi flokksins sagði Hólmfríður að í kosningabaráttunni sem nú er fram undan þurfi að halda til haga verkum ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur og stór verkefni lægju fyrir, vinna þyrfti til dæmis gegn fátækt og kynbundnu ofbeldi.
Rúnar Gíslason, lögregluþjónn er í fjórða sæti listans og Helga Tryggvadóttir, námsráðgjafi í því fimmta. Ari Trausti Guðmundsson, þingmaður VG í kjördæminu, gefur ekki kost á sér aftur til þingsetu og skipar heiðurssæti listans.
Framboðslisti Vinstri grænna í Suðurkjördæmi
- Hólmfríður Árnadóttir, skólastjóri
- Heiða Guðný Ásgeirsdóttir, bóndi og sveitarstjórnarmaður
- Sigrún Birna Steinarsdóttir, formaður Ungra vinstri grænna
- Rúnar Gíslason, lögreglumaður
- Helga Tryggvadóttir, náms- og starfsráðgjafi
- Almar Sigurðsson, ferðaþjónustubóndi
- Anna Jóna Gunnarsdóttir, hjúkrunarfræðingur
- Sigurður Torfi Sigurðsson, verkefnisstjóri
- Pálína Axelsdóttir Njarðvík, félagssálfræðingur
- Ásgeir Rúnar Helgason, lýðheilsufræðingur
- Linda Björk Pálmadóttir, félagsfræðingur
- Þorsteinn Kristinsson, kerfisfræðingur
- Hörður Þórðarsson, leigubílsstjóri
- Valgerður María Þorsteinsdóttir, nemi
- Guðmundur Ólafsson, bóndi og vélfræðingur
- Kjartan Ágústsson, bóndi og kennari
- Gunnhildur Þórðardóttir, myndlistarmaður
- Linda Björk Kvaran, kennari og náttúrufræðingur
- Sæmundur Helgason, kennari og sveitarstjórnarmaður
- Ari Trausti Guðmundsson, alþingismaður