Fram­boðs­list­i Vinstr­i grænn­a í Suð­ur­kjör­dæm­i fyr­ir Al­þing­is­kosn­ing­ar í sept­em­ber var sam­þykkt­ur á fund­i flokks­ins í dag. Hólm­fríð­ur Árna­dótt­ir, skól­a­stjór­i Sand­gerð­is­skól­a er odd­vit­i list­ans og skip­a Heið­a Guð­ný Árna­dótt­ir, bónd­i og sveit­ar­stjórn­ar­mað­ur í Skaft­ár­tung­u og Sig­rún Birn­a Stein­ars­dótt­ir, for­mað­ur Ungra vinstr­i grænn­a ann­að og þriðj­a sæti hans.

Í ræðu á fund­i flokks­ins sagð­i Hólm­fríð­ur að í kosn­ing­a­bar­átt­unn­i sem nú er fram und­an þurf­i að hald­a til haga verk­um rík­is­stjórn­ar Katr­ín­ar Jak­obs­dótt­ur og stór verk­efn­i lægj­u fyr­ir, vinn­a þyrft­i til dæm­is gegn fá­tækt og kyn­bundn­u of­beld­i.

Rún­ar Gísl­a­son, lög­regl­u­þjónn er í fjórð­a sæti list­ans og Helg­a Tryggv­a­dótt­ir, náms­ráð­gjaf­i í því fimmt­a. Ari Traust­i Guð­munds­son, þing­mað­ur VG í kjör­dæm­in­u, gef­ur ekki kost á sér aft­ur til þing­set­u og skip­ar heið­urs­sæt­i list­ans.

Fram­boðs­list­i Vinstr­i grænn­a í Suð­ur­kjör­dæm­i

 1. Hólmfríður Árnadóttir, skólastjóri
 2. Heiða Guðný Ásgeirsdóttir, bóndi og sveitarstjórnarmaður
 3. Sigrún Birna Steinarsdóttir, formaður Ungra vinstri grænna
 4. Rúnar Gíslason, lögreglumaður
 5. Helga Tryggvadóttir, náms- og starfsráðgjafi
 6. Almar Sigurðsson, ferðaþjónustubóndi
 7. Anna Jóna Gunnarsdóttir, hjúkrunarfræðingur
 8. Sigurður Torfi Sigurðsson, verkefnisstjóri
 9. Pálína Axelsdóttir Njarðvík, félagssálfræðingur
 10. Ásgeir Rúnar Helgason, lýðheilsufræðingur
 11. Linda Björk Pálmadóttir, félagsfræðingur
 12. Þorsteinn Kristinsson, kerfisfræðingur
 13. Hörður Þórðarsson, leigubílsstjóri
 14. Valgerður María Þorsteinsdóttir, nemi
 15. Guðmundur Ólafsson, bóndi og vélfræðingur
 16. Kjartan Ágústsson, bóndi og kennari
 17. Gunnhildur Þórðardóttir, myndlistarmaður
 18. Linda Björk Kvaran, kennari og náttúrufræðingur
 19. Sæmundur Helgason, kennari og sveitarstjórnarmaður
 20. Ari Trausti Guðmundsson, alþingismaður