Uppstillinganefnd Framsóknarflokksins í Reykjavík kynnir tillögur sínar að framboðslistum á aukakjördæmaþingi flokksins í kvöld.
Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins mun uppstillingarnefndin leggja til að Brynja Dan Gunnarsdóttir, áhrifavaldur og eigandi Extraloppunnar í Smáralind og Þórunn Sveinbjörnsdóttir formaður Landsambands Eldri borgara vera í forystu í Reykjavíkurkjördæmi Norður ásamt Ásmundi Einari Daðasyni Félags og Barnamálaráðherra en lagt verður til að hann leiði listann.
Í Reykjavíkurkjördæmi Suður leggur nefndin til að Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra leiði listann og forystu listans auk hennar skipi þau Aðalsteinn Haukur Sverrisson, verkefnastjóri og formaður Framsóknarfélags Reykjavíkur og Sigrún Elsa Smáradóttir framkvæmdarstjóri Exclusive Travels og fyrrverandi borgarfulltrúi Samfylkingarinnar.
Framsóknarflokkurinn hefur átt erfitt uppdráttar í Reykjavík og þarf að hafa sig allan við til að fá menn kjörna í Reykjavík. Flokkurinn fékk ekki mann kjörinn í Reykjavíkurkjördæmi Norður eftir síðustu kosningar og aðeins einn í Reykjavík suður.