Ef talning atkvæða í Alþingiskosningum 2021 yrði stöðvuð núna yrðu fleiri konur á Alþingi en karlmenn í fyrsta sinn í sögu lýðveldisins.

Landsmenn gengu til kosninga í gær og var kjörstöðum lokað klukkan 22 í gærkvöldi. Talning stendur enn yfir ogmun sennilega standa yfir til morguns.

Samkvæmt nýjustu tölum gætu konur verið í meirihluta, eða 33 af 63 þingmönnum. Verði þetta raunin þegar lokatölur berast í morgunsárið er um að ræða tímamót í sögu Alþingis á Íslandi.

Nokkrar þriggja og fjögurra flokka meirihlutastjórnir eru í kortunum samkvæmt þeim atkvæðum sem talin hafa verið. Fréttablaðið myndaði nokkrar.