Endurtalning í Norðvesturkjördæmi hefur leitt í ljós misræmi í talningu atkvæðanna í nótt. Mjög mjóu munaði hjá jöfnunarþingmönnunum milli kjördæma og var því ákveðið að telja aftur. Rúv segir frá.

Vegna þessa þá detta þrjár konur út af þingi og tveir karlar en í staðinn koma inn fimm karlar. Tapast þá sá meirihluti sem búist var við að konur myndu hafa á þingi. Enginn flokkur tapar þingmanni þrátt fyrir tilfærsluna.

Samfylkingin tapar Rósu Björk Brynjólfsdóttir úr Reykjavíkurkjördæmi suður en fær inn Jóhann Pál Jóhannsson í staðinn í Reykjavíkurkjördæmi norður.

Píratar tapa Lenyu Rún Taha Karim í Reykjavíkurkjördæmi norður en fá inn Gísla Rafn Ólafsson í suðvesturkjördæmi.

Hjá Viðreisn nær Guðbrandur Einarsson kjöri en Guðmundur Gunnarsson ekki. Hjá Miðflokknum kemur Bergþór Ólason inn á kostnað Karls Gauta Hjaltasonar og hjá Vinstri grænum kemur Orri Páll Jóhannsson inn í stað Hólmfríðar Árnadóttur.

Tölur eftir endurtalningu: 

Framsóknarflokkur - 4.448 atkvæði
Viðreisn - 1.063 atkvæði
Sjálfstæðisflokkur - 3.897 atkvæði
Flokkur fólksins -  1.510 atkvæði
Sósíalistaflokkur Íslands - 728 atkvæði
Miðflokkur - 1.278 atkvæði
Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn - 73 atkvæði
Píratar - 1.081 atkvæði
Samfylking - 1.195 atkvæði
Vinstri græn - 978 atkvæði