Vinn­um­hverfi er best fyrir konur hér á landi ef marka má ný­birta út­tekt ráð­gjafar­fyrir­tækisins Pricewa­ter­hou­seCoopers (PwC). Þar er Ís­land á toppi listans en út­tektin tekur mið af árinu 2017 með saman­burði á ríkjum innan Efna­hags- og fram­fara­stofnunarinnar (OECD). Ís­land var einnig á toppi listans árið 2016. 

Í út­tektinni er tekið til­lit til ýmissa þátta sem endur­spegla starfs­um­hverfi kvenna, þar með talið jafn­rétti þeirra til tekna, tæki­færi þeirra á vinnu­markaði og öryggi þeirra í starfi. 

Norður­löndin skipa fimm af tíu efstu sætum listans. Sví­þjóð er í öðru sæti, Noregur í fjórða, Dan­mörk í því sjöunda og Finn­land í níunda sæti listans. Nýja-Sjá­land er í því þriðja og Slóvenía í því fjórða. Sé litið til stærstu hag­kerfa heimsins er Bret­land í því þrettánda, Kanada í ellefta sæti og Þýska­land í á­tjánda sæti. Hin stóru ríkin eru tals­vert fyrir neðan. 

Með því að hækka hlut­fall vinnandi kvenna upp í 69 prósent, til jafns við Sví­þjóðar, sé hægt að auka verga lands­fram­leiðslu allra OECD-ríkjanna sam­tals um 6 billjónir dala (6.000.000.000.000). Það þurfi þó sam­stillt átak til að ná slíku enda fjöl­mörg ríki eftir­bátar Sví­þjóðar, Ís­lands og fleiri ríkja í þeim efnum. 

Sé litið til launa­bils kynjanna er Ís­land í á­tjánda sæti listans, með 15,4 prósent launa­mun. Þá leiða Ís­lendingar listann þegar kemur að hlut­falli kvenna á vinnu­markaði og þá er at­vinnu­leysi kvenna minnst hér á landi, 2,4 prósent. 

Frekar upp­lýsingar úr skýrslunni má nálgast hér.