Bílar

Konur 19% mótor-hjólamanna vestra

Á síðustu 10 árum hefur kvenkyns mótorhjólafólki fjölgað um helming, þ.e. farið úr 10% í 19%. Mestur hluti þessarar fjölgunar er á meðal yngri kvenna og samkvæmt frétt frá RideApart eru 22% mótorhjólafólks af X-kynslóðinni kvenfólk og 26% af svokallaðri GenY-kynslóð.

Mótorhjólamennska einskorðast ekki lengur við karlmenn.

Konur eru í síauknu mæli að njóta mótorfáka bæði hérlendis sem erlendis og vestur í Bandaríkjunum eru þær nú orðnar 19% þeirra sem aka mótorhjólum. Á síðustu 10 árum hefur kvenkyns mótorhjólamönnum fjölgað um nær helming, þ.e. farið úr 10% í 19%. Mestur hluti þessarar fjölgunar er á meðal yngri kvenna og samkvæmt frétt frá RideApart eru 22% mótorhjólamanna af X-kynslóðinni kvenfólk og 26% af svokallaðri GenY-kynslóð. Svokölluð Baby Boomers kynslóð sem farin er að eldast er að heltast úr lestinni á meðal mótorhjólamanna, en þeirri kynslóð fylgdi svo til einokun karlmanna á mótorhjólum. 

Á meðal þeirra kvenna sem eru á mótorhjólum segja 66% þeirra að fjölskyldur þeirra og vinir líti jákvæðum augum á mótorhjólmennsku þeirra. Þessari breyttu hegðun hafa framleiðendur mótorhjóla þurft við að bregðast í mótorhjólaúrvali sínu og búist er við því að þetta hækkandi hlutfall kvenna meðal mótorhjólanotenda muni bara aukast. Samkvæmt könnun í Bandaríkjunum eyða þær konur sem nota mótorhjól þar að meðaltali 574 dollurum í viðhald, dekk, viðgerðir, aukahluti og viðgerðir á mótorhjólum sínum árlega, en karlmenn aðeins 497 dollurum. Margar konur eru að auki orðnar ansi lunknar við viðgerðirnar sjálfar. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Bílar

Bentley Bentayga heimsins hraðskreiðasti jeppi

Bílar

Porsche varar við 10% Brexit hækkun

Bílar

300 hestafla Mini Cooper

Auglýsing

Nýjast

Maduro slítur stjórn­mála­sam­bandi við Kólumbíu

Milljón dollara trygging fyrir R. Kel­ly

Her­togaynjan hótar lög­sóknum

Tólf ára blaða­kona lét lög­reglu­mann heyra það

Þyrlan sótti göngu­menn upp á Tungna­fells­jökul

Fjallað um fyrir­hugaðar hval­veiðar í er­lendum miðlum

Auglýsing