Konur í starfsmannaliði Alcoa Fjarðaáls í Fjarðabyggð hafa aldrei verið fleiri, en þær eru nú 27 prósent af heildarfjöldanum og hefur fjölgað um tvö prósentustig á síðustu tveimur árum.

Starfsmenn álversins eru nú 550 og koma víða að af Austurlandi, þótt flestir þeirra búi í Fjarðabyggð.

Stjórnendur Fjarðaáls hafa lagt sérstaka áherslu á að fjölga konum á meðal starfsmanna álversins og stefna að því að þær verði orðnar helmingur starfsmanna þess í nánustu framtíð.