Björgunar­sveit í Borgar­firði var kölluð út rétt fyrir klukkan átta í kvöld vegna konu sem slasaðist á fjall­göngu í Kvígindis­felli norð­austur af Hval­vatni.

Í til­kynningu frá Lands­björg kemur fram að konan hafi hrasað í hlíðum fellsins og slasast á fæti. Hún hafi í kjöl­farið ekki getað gengið sjálf niður.

Björgunar­sveitar­fólk og sjúkra­flutninga­menn frá Heil­brigðis­stofnun Vestur­lands eru á leiðinni á vett­vang með fjór­hjól og búnað, til þess að hlúa að konunni og flytja hana niður.