Mál konu sem var hrint fram að svölum í Breiðholti í síðasta mánuði er rannsakað sem stórfelld líkamsárás. Samkvæmt upplýsingum frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu er rannsókn málsins á lokastigi.

Maðurinn sem handtekinn var á vettvangi, þann 16. september, hefur réttarstöðu sakbornings. Maðurinn var eftir að hann var handtekinn úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald en er nú laus í haldi lögreglunnar.

Í svari lögreglunnar við fyrirspurnar blaðsins um tengsl fólksins kemur fram að einhver tengsl séu á milli þeirra, en ekki tiltekið nánar hver þau eru.

Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins voru svalirnar á annarri hæð hússins. Konan slasaðist ekki lífshættulega við fallið.