Konráð Hrafnkelsson sem leitað hefur verið í Brussel er fundinn heill á húfi. Þetta kemur fram í Facebook-færslu sem Hlín Ástþórsdóttir, móðir Konráðs, birti í morgun.

Ekkert hafði sést til hans frá 30. júlí þegar hann yfirgaf heimili sitt í Brussel.

Í færslu sinni segir Hlín fjölskylduna vera þakkláta fyrir að fá hann heilan heim.

„Við viljum þakka öllum fyrir hlýhug, kveðjur, bænir og allan þann stuðning sem okkur hefur verið veittur í leitinni að Konráði, allur sá stuðningur er ómetanlegur og verður aldrei þakkað nóg.❤️“