Fylgi Framsóknarflokksins mældist nú 12,3 prósent samkvæmt nýrri könnun MMR, sem er rúmlega þremur prósentustigum hærra en í síðustu fylgismælingu MMR. Þá jókst fylgi Viðreisnar um rúmt prósentustig og mældist nú 9,1 prósent.

Fylgi Sjálfstæðisflokksins mældist 25,4 prósent, tæplega tveimur prósentustigum lægra en í síðustu mælingu. Þá lækkar fylgi Pírata einnig um um eitt prósent en fylgi flokksins mælist nú 12,2 prósent.

Stuðningur við ríkisstjórnina mældist nú 54,9 prósent sem er rúmu prósenti meira en í síðustu könnun þegar stuðningur við stjórnina var 53,7 prósent.

Mynd/MMR.

Fylgi Sjálfstæðisflokksins mældist nú 25,4 prósent og mældist 27,0 prósent í síðustu könnun.
Fylgi Framsóknarflokksins mældist nú 12,3 prósent og mældist 8,8 prósent í síðustu könnun.
Fylgi Pírata mældist nú 12,2 prósent og mældist 13,1 prósent í síðustu könnun.
Fylgi Vinstri grænna mældist nú 11,9 prósent og mældist 12,4 prósent í síðustu könnun.
Fylgi Samfylkingarinnar mældist nú 10,6 prósent og mældist 11,2 prósent í síðustu könnun.
Fylgi Viðreisnar mældist nú 9,1 prósent og mældist 7,8 prósent í síðustu könnun.
Fylgi Miðflokksins mældist nú 6,6 prósent og mældist 7,3 prósent í síðustu könnun.
Fylgi Flokks fólksins mældist nú 5,5 prósent og mældist 5,5 prósent í síðustu könnun.
Fylgi Sósíalistaflokks Íslands mældist nú 5,3 prósent og mældist 5,3 prósent í síðustu könnun.


Stuðningur við aðra mældist 1,2 prósent samanlagt.