Sól­veig Lilj­a Óskars­dótt­ir sem hand­tek­in var vegn­a ó­spekt­a á Suð­ur­lands­braut í dag þar sem ó­frísk­ar kon­ur biðu í röð eft­ir ból­u­setn­ing­u, er starf­and­i dag­for­eldr­i í Mos­fells­bæ ef mark­a má vef sveit­ar­fé­lags­ins. Þar seg­ir að þjón­ust­u­samn­ing­ur um þjón­ust­u dag­for­eldr­a sé í gild­i mill­i sveit­ar­fé­lags­ins og Sól­veig­ar Lilj­u.

Í mynd­skeið­i sem RÚV tók af upp­á­kom­unn­i sást hún öskr­a á kon­urn­ar sem biðu eft­ir ból­u­setn­ing­u að ból­u­efn­ið væri eit­ur, ból­u­setn­ing­ar væru skað­leg­ar og með þeim væri ver­ið að myrð­a börn í móð­ur­kvið­i. Sam­kvæmt RÚV var kon­um sem biðu eft­ir ból­u­setn­ing­u mjög brugð­ið og ein­hverj­ar brust­u í grát.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá lög­regl­unn­i á höf­uð­borg­ar­svæð­in­u var hún hand­tek­in fyr­ir ó­spekt­ir á al­mann­a­fær­i og fyr­ir að ó­hlýðn­ast lög­regl­u, með­al ann­ars með því að neit­a að setj­a upp grím­u og segj­a til nafns.

Þess­u hafn­að­i Sól­veig Lilj­a í við­tal­i við Reykj­a­vík síð­deg­is á Bylgj­unn­i í dag.

Hún þver­tók fyr­ir að hafa „lát­­ið öll­­um ill­­um lát­­um og ó­­frísk­­ar kon­­ur hafi far­­ið að grát­­a og ótt­­ast mig.“ Það stang­­ist á við henn­­ar upp­­lif­­un af at­v­ik­­in­­u og hún geti sann­­að það þar sem hún tók mynd­­skeið af upp­­á­k­om­­unn­­i.