Konan sem lést í umferðarslysi á gatnamótum Gnoðarvogs og Skeiðarvogs í gærmorgun var á sjötugsaldri og af erlendum uppruna.

Þetta staðfestir lögreglan á höfuðborgarsvæðinu í samtali við Fréttablaðið.

Talið er að konan hafi búið hér á landi en unnið er að því að setja sig í samband við aðstandendur hennar.

Lögreglan ásamt rannsóknarnefnd samgönguslysa rannsaka nú tildrög slyssins.

Greint var frá því í gær að strætisvagn hafi ekið á gangandi vegfaranda á níunda tímanum í gærmorgun.

Mikill viðbúnaður var á svæðinu og var farþegum og bílstjóra strætisvagsnins sem og farþegum hans boðin áfallahjálp hjá Rauða krossi Íslands strax í kjölfarið.