Konan sem leitað var að í dag fannst látin rétt fyrir há­degi. Þetta kemur fram í til­kynningu frá lög­reglunni á höfuð­borgar­svæðinu rétt í þessu.

Konan var 43 ára gömul og var til heimilis í Grafar­vogi í Reykja­­vík.

Lýst var eftir konunni í nótt og stóð leit að henni yfir í dag. Björgunar­sveitir að­stoðuðu lög­reglu við leitina í dag.

Lög­regla þakkar alla veitta að­stoð við leitina.