Ril­ey June Willi­ams, 22 ára kona frá Penn­syl­vaníu sem tók þátt í ó­eirðunum í þing­húsinu fyrr í mánuðinum, er nú í haldi Al­ríkis­lög­reglu Banda­ríkjanna, FBI, en hún gaf sig fram til lög­reglu seint í gær­kvöldi.

Willi­ams var sögð hafa stolið tölvu af skrif­stofu Nan­cy Pelosi, for­seta full­trúa­deildar Banda­ríkja­þings, sem hún hafi ætlað að selja Rússum. Hún sást í myndböndum og á myndum fyrir utan skrifstofu Pelosi.

Fyrrum maki bar kennsl á Williams

Ekki liggur fyrir hvort Willi­ams hafi í raun stolið ein­hverju af skrif­stofu Pelosi en málið er nú til rann­sóknar. Hún hefur ekki verið á­kærð fyrir þjófnað, sam­kvæmt frétt CNN, heldur að­eins fyrir að hafa ráðist inn í þing­húsið og óspektir þar.

Al­ríkis­lög­reglan gaf út hand­töku­heimild á hendur Willi­ams eftir að vitni, fyrrum maki Willi­ams, sagðist hafa séð hana taka tæki, far­tölvu eða harðan disk, af skrif­stofu Pelosi og hafi ætlað að senda vini sínum í Rúss­landi tölvuna sem síðan myndi selja hana til utan­ríkis­leyni­þjónustu Rúss­lands, SVR.

Flúði heimili sitt

Eið­svarin yfir­lýsing vitnisins var birt síðast­liðinn sunnu­dag en þar kom fram að af ó­þekktum á­stæðum hafi sala tækisins ekki gengið eftir og því væri hún enn með það. Móðir Willi­ams greindi frá því í gær að hún hefði flúið heimili sitt í Har­ris­burg í kjöl­farið og eytt öllum sam­fé­lags­miðlum sínum.

Móðir Willi­ams greindi frá því að dóttir hennar hafi farið á­samt föður sínum að Was­hington, D.C., þann 6. janúar til að mót­mæla úr­slitum kosninganna. Þá sagði hún að Willi­ams hafi skyndi­lega haft mikinn á­huga á Trump og tæki þátt í um­ræðum öfga­hópa á netinu.

Óttast frekari óeirðir

Þó nokkrir hafa verið hand­teknir í tengslum við ó­eirðirnar en síðast­liðnar vikur hefur lög­regla óskað eftir að­stoð al­mennings til að bera kennsl á fólk sem var á staðnum. Verið er að rann­saka fleiri en 200 manns í tengslum við ó­eirðirnar.

Óttast er að frekari ó­eirðir muni brjótast út þegar Joe Biden tekur við em­bætti for­seta á morgun og því hefur öryggis­gæsla verið aukin víða. Öldunga­deildin mun í kjöl­farið taka fyrir á­kærur á hendur Trumps til em­bættis­missis en Trump er á­kærður fyrir að hvetja til upp­reisnar í tengslum við ó­eirðirnar.