Innlent

„Konan mín er sigur­vegari“

​Einar Bárðar­son, eigin­maður Ás­laugar Thelmu Einars­dóttur, segir að hún hafi enn ekki fengið út­skýringar á því hvers vegna henni var sagt upp sem for­stöðu­maður markaðs- og kynningar­mála hjá Orku náttúrunnar (ON).

Áslaugu Thelmu var sagt upp störfum hjá ON fyrir mánuði síðan.

Einar Bárðar­son, eigin­maður Ás­laugar Thelmu Einars­dóttur, segir að hún hafi enn ekki fengið út­skýringar á því hvers vegna henni var sagt upp sem for­stöðu­maður markaðs- og kynningar­mála hjá Orku náttúrunnar (ON). 

Ás­laugu var sagt upp störfum hjá ON fyrir mánuði síðan, skömmu eftir að hún vakti at­hygli yfir­manna sinna á fram­komu Bjarna Más Júlíus­sonar, þá­verandi fram­kvæmda­stjóra ON, vegna ó­við­eig­andi fram­komu. Bjarna var í kjöl­farið sagt upp störfum. 

Einar vakti fyrst at­hygli á upp­sögn eigin­konu sinnar en Ás­laug steig síðar fram og kvaðst ætla að leita réttar síns. Það var síðan á dögunum sem hún fundaði með ný­skipuðum for­stjóra OR, Helgu Jóns­dóttur, sem ráðin er tíma­bundið en Bjarni Bjarna­son, for­stjóri OR, greindi frá því um miðjan síðasta mánuð að hann hygðist stíga til hliðar á meðan út­tekt væri gerð á vinnu­staðar­menningu. 

Orka náttúrunnar er dótturfélag Orkuveitu Reykjavíkur. Fréttablaðið/Vilhelm

Einar segir að þrátt fyrir að trúnaður ríki um efni fundar Ás­laugar og Helgu sé ekki þar með sagt að hann megi ekki benda á hvað hafi ekki verið rætt. Í Face­book-færslu skrifar hann að til að mynda hafi enginn út­skýrt fyrir henni hvers vegna henni var sagt upp né beðið hana af­sökunar. Þá hafi enginn í stjórn ON eða OR þakkað henni fyrir að þora að stíga fram en ljóst sé að upp­sögnin standi enn­þá og starfs­lok hennar ekki verið endur­skoðuð. 

„Eftir situr á sorg­legan hátt sú stað­reynd að hjá OR fá dónar og káfarar starfs­loka­samninga og svig­rúm til að fara í með­ferð en konur sem láta ekki bjóða sér dóna­skap og eru sendar í rann­sókn hjá Innri Endur­skoðanda Reykja­víkur­borgar,“ skrifar Einar og bætir við. 

„Þetta kallar á ein­hvers­konar heiðurs­verð­laun í með­virkni.“ 

Bjarni Bjarnason steig tímabundið til hliðar sem forstjóri OR. Fréttablaðið/Stefán

Hann segir mál Ás­laugar á margan hátt vera próf­stein á samfélagið. Vonandi takist OR að leysa málið með þeim hætti að í fram­tíðinni þori konur að stíga fram og feta þannig í fót­spor Ás­laugar en hrökklist ekki lengra „inn í hellinn á bak við dónana“. 

„Það væri skref aftur­á­bak í öllu því sem við teljum að hafi á­unnist í með MeT­oo byltingunni,“ skrifar Einar sem kveðst afar stoltur af Ás­laugu fyrir að hafa stigið fram. 

„Konan mín er sigur­vegari, á því leikur engin vafi. Hún er búin að leggja allt sitt á vogar­skálarnar fyrir MeT­oo hreyfinguna. Hún er konum um allt land í öllum stéttum inn­blástur. Það finnum við all­staðar þar sem við komum síðustu vikur. Hún hefur ekki kallað á eða baðað sig upp úr at­hyglinni sem þetta mál hefur kallað til hennar,“ skrifar Einar og bætir við að þrátt fyrir það hafi kveðjur fólks úr öllum áttum eflt og styrkt fjöl­skylduna.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Tekinn aftur á ríflega 130 á Reykjanesbraut

Innlent

Lög­reglan leitaði að „Stúfi“ í Bú­staða­hverfi

Innlent

Tekinn á 132 með vélsleðakerru í eftirdragi

Auglýsing

Nýjast

Segja asbest í barnapúðri Johnson & Johnson

Kældi brennandi bíl með snjó

Glæ­ný Boeing-þota nauð­lendir í Íran

Braust inn í bíl en eigandinn sat undir stýri

Ölvaður maður bjálaðist í vegabréfaskoðun

Ísland er dýrasta land í Evrópu

Auglýsing