Konan á sex­tugs­aldri sem fannst látin á heimili sínu í Hafnar­firði að­fara­nótt mánu­dags hafði óskað eftir að­stoð lög­reglu vegna á­stands sonar síns, sem er grunaður um að hafa orðið henni að bana, fimm klukku­stundum áður en hún lést.

Lög­reglu­menn mættu á staðinn og ræddu við manninn áður en þeir fóru. Þetta kom fram í kvöld­fréttum Stöðvar 2. Karl Steinar Vals­son yfir­lög­reglu­þjónn segir að ekki hafi verið laga­skil­yrði til að fjar­lægja manninn af heimilinu.


Hann er grunaður um að hafa ráðist á móður sína um klukkan hálf tvö að­fara­nótt mánu­dags og er talið að hún hafi látist vegna hnífs­stungu. Sonurinn var úr­skurðaður í ellefu daga gæslu­varð­hald á mánu­dag.


Karl segir þá að við­brögð lög­reglu við fyrra út­kallinu, fimm tímum áður en sonurinn réðst á móður sína, hafi þegar sætt skoðun og að ekkert hafi komið fram um að vinnu­brögð lög­reglu­mannanna hefðu átt að vera með öðrum hætti. Mynd­efni sé til af út­kallinu úr búk­mynda­vélum lög­reglu­mannanna sem búið sé að fara yfir.