Kat­herine John­son, stærð­fræðingur sem starfaði í 33 ár hjá Geim­vísinda­stofnun Banda­ríkjanna (NASA) og gegndi lykil hlut­verki í geim­sögu Banda­ríkjanna á sjöunda ára­tugnum, er nú látin. John­son var 101 árs þegar hún lést en NASA til­kynntu um frá­fall hennar í dag.

The New York Times tók saman nokkra lykilat­burði í lífi John­son, til að mynda út­reikninga hennar sem komu Apollo 11 á tunglið og síðan aftur til baka. Þá átti hún stóran hlut í að koma fyrsta Banda­ríkja­manninum, Alan B. Shepard, í geiminn árið 1961.

Þrátt fyrir að hafa staðið að baki stærstu af­reka mann­kyns­sögunnar var nafn John­son ekki þekkt þar til ný­lega. Hún var ekki að­eins jaðar­sett vegna kyns síns heldur var hún einnig blökku­kona á tíma­bili í Banda­ríkjunum þar sem reglu­lega var litið fram­hjá réttindum svartra.

Aðalpersóna kvikmyndarinnar Hidden Figures

John­son var hluti af hóp kvenna sem einnig störfuðu hjá NASA og komst þeirra saga á hvíta tjaldið árið 2016 með kvik­myndinni Hidden Figures sem var byggð á bók Mar­got Lee Shet­ter­ly. Í kvik­myndinni fór leik­konan Tara­ji P. Hen­son með hlut­verk John­son. Auk John­son var saga þeirra Dor­ot­hy Vaug­hn og Mary Jack­son sögð og voru það leik­konurnar en Jack­son lést árið 2005 og Vaug­hn árið 2008.

Barack Obama, þáverandi Bandaríkjaforseti, afhenti Johnson frelsisorðu forsetans árið 2015.
Fréttablaðið/Getty

Myndin var til­nefnd til fjöl­margra verð­launa og af­henti Barack Obama Banda­ríkja­for­seti henni frelsis­orðu for­setans árið 2015 fyrir hennar fram­lag. Þá á­kvað NASA að nefna byggingu eftir henni á Langl­ey rann­sóknar­setrinu í Hampton Virginíu árið 2017.

Margir minnast nú Johnson á samfélagsmiðlum, til að mynda Hillary Clinton, geimfarinn Scott Kelly, sjónvarpsmaðurinn Piers Morgan, og fjölmargir aðrir.