Kona var flutt með sjúkrabíl á bráðamóttöku nú rétt eftir hádegi í dag eftir að hún slasaðist á fæti við Rauðavatn. Björgunarsveitir voru kallaðar út til öryggis en var svo hætt við útkallið eftir að sjúkrabíll mætti á vettvang. Þetta staðfestir Landsbjörg og slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu.

„Kona hafði skaðað sig á fæti. Við boðuðum út sjúkrabíl og björgunarsveitir til öryggis þar sem þetta var utan alfaraleiðar. Við sendum út sex hjól sem við erum með í okkar þjónustu sem græjuðu málið niður í sjúkrabíl. Hún var svo flutt á slysadeild,“ segir vakthafandi varðstjóri slökkviliðs.

Aðspurð um hvers konar áverka konan hafði fengið gat varðstjóri ekki tjáð sig um málið. Slysið hafi hins vegar ekki verið alvarlegt.

Lítið skyggni er við Rauðavatn í dag sökum snjókomu.