Öldruð kona, smituð af COVID-19 var lögð inn á Landspítalann í gær. Runólfur Pálsson, yfirmaður COVID-göngudeildarinnar, sagði í viðtali við visir.isað innlögnin tengdist slappleika og vökvaskorti og konan sé ekki mikið veik. Alls eru 110 í einangrun vegna veirunnar en Runólfur segir aðeins fá þeirra glími við alvarleg einkenni.

Nýjum smitum hefur fjölgað mikið undanfarna daga. Í gær greindust níu og voru þau öll utan sóttkvíar.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hyggst veita heilbrigðisráðherra minnisblað vegna stöðu faraldursins og leggja til hertar aðgerðir á landamærum.

Meðal að­gerða sem eru til skoðunar er að skima bólu­setta far­þega sem eru með víð­tækt tengsla­net á Ís­landi en skimun hjá bólu­settum far­þegum var hætt um mánaða­mótin. „Við erum að sjá þessi smit sem eru að dreifast núna frá landa­mærunum eru aðal­lega frá Ís­lendingum,“ sagði Þór­ólfur í samtali við Fréttablaðið fyrir helgi og vísaði til þess að þau hafi séð það áður, til að mynda í fyrstu bylgju far­aldursins.