Innlent

Kona með fimm börn á heimilinu í haldi lögreglu

Lögreglan í Hafnarfirði handtók í morgun konu, fyrir tilstilli barnaverndaryfirvalda. Hún verður yfirheyrð síðar í dag en grunur leikur á brotum gegn útlendingalögum.

Fólkið býr í íbúð í Hafnarfirði. Börnin eru nú í umsjón barnaverndaryfirvalda. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR

Lögreglan í Hafnarfirði fór fyrir tilstilli barnaverndarnefndar í íbúð í Hafnarfirði í morgun og handtók konu. Með henni í íbúðinni voru fimm börn. Konan hefur verið í haldi í dag og verður yfirheyrð síðar í dag. Þetta staðfestir Skúli Jónsson aðstoðaryfirlögregluþjónn í samtali við Fréttablaðið.

Börnin eru á aldrinum 10 til 17 ára. Fólkið er frá Afganistan en á svörum lögreglu má skilja að tengsl konunnar við börnin séu óljós. „Þetta snýr að börnum sem hún er með hér á landi. Börn sem eru núna komin í umsjá barnaverndaryfirvalda,“ segir Skúli.

Spurður hvers vegna konan sé í haldi svarar Skúli því til að hún sé grunuð um brot gegn útlendingalögum. Hann vildi í samtalinu ekki skýra það frekar og sagði að lögreglan vildi halda spilunum þétt að sér. „Það á eftir að koma í ljós með það – hvernig framvindan verður með það.“

Konan verður sem áður segir yfirheyrð síðar í dag. Skúli segir að lögreglan eigi einnig eftir að tala við vitni. Hann segir ekki ljóst enn hvort farið verði fram á gæsluvarðhald yfir konunni en lögreglu er heimilt að halda fólki í sólarhring án gæsluvarðhaldsúrskurðar. Margt sé óskýrt í málinu en væntingar standi til að það skýrist við yfirheyrslur.

Ekkert er í bókum lögreglu skráð um hvort aðbúnaði á heimlinu hafi verið ábótavant. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Ekki langt í að fjöldi starfa verði úreltur

Innlent

Lét greipar sópa í frí­höfninni: Með átta ilm­vatns­glös í töskunni

Innlent

Vara við hríð og slæmri færð

Auglýsing

Nýjast

Jensína orðin elst allra

66 látin eftir sprengingu í olíu­leiðslu

Þúsundir fylgdust með jarðarför borgarstjórans

Heimsbyggðin syrgir hundinn Boo

Upp­­lifði nám­­skeið Öldu Karenar sem trúar­­sam­komu

Vetrarfærð í öllum landshlutum

Auglýsing