Einn þeirra sem lenti í bíl­slysinu í Skötu­firði í gær lést seint í gær­kvöldi á gjör­gæslu­deild Land­spítalans. Þriggja manna fjöl­skylda var í bílnum en í til­kynningu frá lög­reglunni á Vest­fjörðum segir að konan hafi látist. Nafn hennar er Kamila Mahewska en hún var á þrí­tugs­aldri.

Eigin­maður hennar og ungt barn njóta nú læknis­að­stoðar í Reykja­vík en ekki er tíma­bært að veita frekari upp­lýsingar um líðan þeirra að sögn lög­reglu.

Fjöl­skyldan var ný komin til landsins og var á leið heim til sín á Flat­eyri þegar bíll hennar hafnaði úti í sjó í Skötu­firði.

„Lög­reglan og aðrir við­bragðs­aðilar votta fjöl­skyldu og vinum Kamilu sína dýpstu sam­úð,“ segir í til­kynningu lög­reglu.

„Eins og kom fram í frétta­til­kynningu frá lög­reglunni í gær fór stór hluti við­bragðs­aðila í úr­vinnslu­sótt­kví vegna að­komu þeirra að lífs­bjargandi að­gerðum. Á annan tug þeirra hafa dvalið, síðan í gær, í sótt­varna­húsi sem opnað var í Önundar­firði.

Vonir standa til að niður­staða fáist síðar í dag um hvort hægt sé að af­létta sótt­kvínni.“

Umferðarslys í Skötufirði, framhaldstilkynning. Áður hefur verið upplýst um alvarlegt umferðarslys sem varð í gærmorgun...

Posted by Lögreglan á Vestfjörðum on Sunday, 17 January 2021