Kona á fer­tugs­aldri í King Coun­ty í Banda­ríkjunum er fyrsta manneskjan sem hefur látist í Was­hington fylki eftir að hafa fengið Jan­sen bólu­efnið. Hún fékk afar sjald­gæfa auka­verkun sem olli blóð­tappa. Þetta stað­festu heil­brigðis­yfir­völd í fylkinu í morgun.

Konan fékk bólu­setninguna 26. ágúst síðast­liðinn og lést innan við tveimur vikum síðar að því er kemur fram í frétt Seatt­le Times. Em­bættis­menn heil­brigðis­kerfinu vestra segja auka­verkunina afar sjald­gæfa. Að­eins sé vitað um þrjú önnur dauðs­föll í Banda­ríkjunum af sömu á­stæðum.
Í yfir­lýsingu eru dánar­or­sök konunnar sögð blóð­tappa­myndun af heil­kenni TTS, sem er afar sjald­gæf en al­var­leg auka­verkun sem getur komið hjá fólki sem hefur fengið bólu­efnið Jans­sen.
Að sögn Seatt­le Times var konan sem lést að­eins 37 ára og með enga undir­liggjandi sjúk­dóma. Hún láti eftir sig tvær ungar dætur, eigin­mann, for­eldra og syst­kini.

Þetta kemur fram á fréttavefnum The Seattle Times.