Björgunar­sveitir á Vestur­landi barst til­kynning í dag af konu sem hafði hrasað á göngu og gat ekki gengið að sjálfs­dáðum.

Konan hafði verið á göngu í Síldar­manna­götum innst í Hval­firði, en í til­kynningu frá Lands­björg kemur fram að konan var í um 400 metra hæð. Það þurfti því að bera hana um tveggja kíló­metra leið.

Þá barst annað út­kall frá Hval­firði og voru björgunar­sveitir kallaðar út í annað sinn, en kona féll af hest­baki í Löngu­fjöru.

Björgunarsveitarfólk beðið um að flytja hana af vettvangi, þar sem sjúkrabíll komst ekki á svæðið.