Lögreglan handtók konu á Ingólfsstræti við upphaf Gleðigöngunnar en heimildir bárust þess efnis að hún hefði gert tilraun til að trufla gönguna. Konan var með mótmælaskilti en ekki er ljóst hverju hún var að mótmæla né hvort hún vildi trufla gönguna.

Konan var handtekin hjá Prikinu, við gatnamót Laugavegs og Ingólfsstrætis. Að sögn lögreglu var hún handtekin fyrir að fara ekki eftir fyrirmælum lögreglumanna á svæðinu.

Konan var flutt á lögreglustöðina við Hverfisgötu í lögreglubíl.

Fréttin hefur verið uppfærð.