Slökkvilið í Kaliforníu-ríki bjargaði konu sem festist í þröngu rými milli tveggja bygginga í borginni Santa Ana á þriðjudag. Einungis 20 cm eru á milli veggjanna.

Starfsmenn í annarri byggingunni hringdu í viðbragðsaðila um klukkan tvö á þriðjudag þegar þeir heyrðu öskrin í konunni. Starfsmennirnir og eigandi byggingarinnar leituðu stöðugt en áttuðu sig ekki á því hvaðan öskrin komu.

Lögreglan mætti á vettvang og ákvað að leita á þakinu og sáu þeir þá konuna á hvolfi í rifunni milli bygginganna tveggja. Var hún nakin.

Slökkviliðsmenn mættu fljótlega eftir það á vettvang og hófu björgunaraðgerðir. Ekki var hægt að ná til konunnar og var þá ákveðið að rífa vegginn í annarri byggingunni til að komast að henni. Tók tvær klukkustundir að bora í gegnum þykkan steinsteypuvegginn.

Varðstjórinn segist ekki hafa hugmynd hvernig hún endaði milli bygginganna.

Hér fyrir neðan má sjá myndband frá björgunaraðgerðum sem slökkviliðið birti á Twitter.