Mikill viðbúnaður var á mótum Laugavegs og Klapparstígs í miðbæ Reykjavíkur í kvöld eftir að kona féll niður stiga á skemmtistaðnum Veður.

Útkall barst til viðbragðsaðila rétt fyrir 19 í kvöld og voru tveir sjúkrabílar og einn lögreglubíll sendir á vettvang.

Konan var flutt með sjúkrabíl en hún hafði fengið höfuðhögg við fallið. Lögregla gat ekki greint frá meiðslum hennar en að sögn sjónarvotta fékk hún sár á höfuðið.

Mikill viðbúnaður var fyrir utan skemmtistaðina Veður og Kalda.
Mynd: Aðsend