Kona á sjötugsaldri lést í eldsvoða fjölbýlishúsi í Hafnarfirði í nótt.

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu um reyk frá íbúð rétt fyrir klukkan tvö í nótt. Þegar slökkvilið kom á vettvang var konan inni íbúðinni og fannst hún fljótlega þegar reykkafarar fóru inn.

Konan bjó ein og var úrskurðuð látin á vettvangi.

Aðrir íbúar hússins fengu viðeigandi áfallahjálp frá Rauða krossinum og gistingu.

Ekki er vitað um upptök eldsins og er málið í rannsókn hjá lögreglu.