Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu greinir frá því í dag að það var kona sem fannst látin í fjörunni norðan Eiðsgranda í Reykjavík eftir hádegi í gær.
Lögreglan telur ekki að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti og mun ekki veita frekari upplýsingar að svo stöddu.
Fréttablaðið greindi frá líkfundinum í gær og skimaði lögreglan grjótgarðinn við Eiðsgranda í kjölfarið. Líkbíll var á svæðinu um hálf fjögur í gær og færði líkið af vettvangi.

Frá aðgerðum lögreglu á vettvangi í gær.
Fréttablaðið/Anton Brink