Lög­reglan á höfuð­borgar­svæðinu greinir frá því í dag að það var kona sem fannst látin í fjörunni norðan Eiðs­granda í Reykja­vík eftir há­degi í gær.

Lög­reglan telur ekki að and­látið hafi borið að með sak­næmum hætti og mun ekki veita frekari upp­lýsingar að svo stöddu.

Frétta­blaðið greindi frá lík­fundinum í gær og skimaði lög­reglan grjót­garðinn við Eiðs­granda í kjöl­farið. Lík­bíll var á svæðinu um hálf fjögur í gær og færði líkið af vett­vangi.

Frá aðgerðum lögreglu á vettvangi í gær.
Fréttablaðið/Anton Brink