Dómsmál

Kona boccia-þjálfarans taldi enga hættu af líflátshótun Guðrúnar

Vigfús mætti til aðalmeðferðar málsins í gær og bar að hann hefði orðið hræddur í kjölfar orða Guðrúnar. Fréttablaðið/Auðunn

Guðrún Karítas Garðarsdóttir sem ákærð hefur verið fyrir að hóta fyrrverandi boccia-þjálfaranum Vigfúsi Jóhannessyni lífláti, neitaði sök við aðalmeðferð málsins sem fór fram í Héraðsdómi Norðurlands eystra í gær.

Eins og Fréttablaðið hefur áður greint frá hefur umræddur þjálfari verið til rannsóknar hjá lögreglu um nokkurra ára skeið vegna meintra kynferðisbrota. Honum var birt ákæra í apríl síðastliðnum þar sem honum er gefið að sök að hafa ítrekað nauðgað þroskaskertri konu sem æfði boccia undir hans handleiðslu.

Sjá einnig: Boccia­þjálfarinn á­kærður fyrir kyn­ferðis­brot

Í ágúst síðastliðnum varð Guðrún þess áskynja að Vigfús var að reyna að setja sig í samband við dóttur hennar. Hún brást þá ókvæða við og þusti inn á gólf vinnustaðar hans og hafði í hótunum við hann í vitna viðurvist.

Í ákæru er henni gefið að sök að hafa sagt: „Ég skal drepa þig, helvítið þitt,“ og „jú, víst, ég get látið drepa þig“. Í ákæru er byggt á því að orðin hafi verið til þess fallin að vekja ótta Vigfúsar um líf sitt og velferð. Guðrún neitaði því í héraðsdómi í gær að hafa viðhaft þessi orð en viðurkenndi að hafa sagt: „Ég skal drepa þig ef þú snertir dóttur mína.“ Þá bar hún að þessi orð hefðu ekki verið til þess fallin að Vigfús hefði með réttu mátt óttast um líf sitt, heilbrigði og velferð.

Vigfús gaf einnig skýrslu fyrir dómi og bar að hann hefði orðið hræddur í kjölfar orða Guðrúnar. Eiginkona Vigfúsar bar hins vegar fyrir dómi að henni hafi virst orð Guðrúnar hafa verið látin falla í brjálæðiskasti og engin raunveruleg hætta hafi verið á ferðum.

Dóms er að vænta í málinu innan nokkurra vikna.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Dómsmál

Beggi blindi tapaði í Hæstarétti

Dómsmál

Jón Steinar sýknaður vegna skrifa um Hæsta­rétt

Dómsmál

Kári úr­skurðaður gjald­þrota af Landsrétti

Auglýsing

Nýjast

Innlent

HM-hiti í Stór­moskunni: Á­fram Ís­land!

Innlent

Ras­istar nýta sér myndir af Ís­lendingum á HM

Erlent

Jordan Peter­­son stefnir há­­skóla­­fólki fyrir róg­burð

Innlent

Íslendingar hafa hagað sér vel á HM

Innlent

Sendir strákunum kveðju á CNN: „Við erum stolt af ykkur“

Innlent

ASÍ fordæmir afskipti forstjóra Hvals

Auglýsing