Innlent

Kona á sjötugsaldri alvarlega slösuð eftir bílslys

Kona á sjötugsaldri var flutt alvarlega slösuð til Reykjavíkur eftir bílslys.

Konan var flutt til Reykjavíkur. Fréttablaðið/Pjetur

Lögreglan á Norðurlandi eystra barst í dag tilkynning um umferðarslys í Víkurskarði. Þar hafði jepplingur hafnað utan vegar og oltið austan megin í skarðinu. Í bílnum var kona á sjötugsaldri sem var flutt með sjúkrabíl á Sjúkrahúsið á Akureyri til aðhlynningar.

Meiðsl konunnar eru talin alvarleg og var hún flutt með sjúkraflugi til Reykjavíkur. Unnið er að rannsókn á tildrögum slyssins og liggja engar niðurstöður á þessari stundu. Frekari upplýsinar um málið verða birtar eftir atvikum. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Tveir teknir með fölsuð skilríki í Norrænu

Innlent

Al­menningur ekki varinn með inn­flutnings­banni

Innlent

„Plebba­skapur ein­stakra þing­manna“ þekki engin tak­mörk

Auglýsing

Nýjast

Klám­mynda­leik­kona vill verða ríkis­stjóri

For­dæma mútur skóla­stjórn­enda með pizzum

Bein út­sending: Aðal­fundur Isavia

Flytja í eigin í­búða­kjarna: „Ég mun sakna mömmu“

Icelandair varar far­þega við verk­föllum

Fimm um borð í leku skipi: Mikill viðbúnaður

Auglýsing