Þýskur grunn­skóla­kennari sem komin er á eftir­laun og er 75 ára, er í haldi lög­reglunnar í Þýska­landi, en hún er grunuð um að hafa verið að skipu­leggja hryðju­verka­á­rás gegn þýskum stjórn­mála­mönnum og orku­verum. The Guar­dian greinir frá.

Konan, sem hefur einungis verið nafn­greind sem Eliza­beth R vegna þýskra laga, var hand­tekin á heimili sínu í þýska sam­bands­landinu Sax­landi en hún er talin hafa verið heilinn á bak við ráða­bruggið.

Mark­mið hópsins hennar, sem kennir sig við öfga-hægri hug­mynda­fræði, var að ræna stjórn­mála­mönnum og gera á­rásir á orku­ver sem myndi síðan valda raf­magns­leysi víða um Þýska­land. Enn er ó­víst hversu ná­lægt hópnum var að takast mark­mið sitt.

Í apríl höfðu fjórir menn úr hópnum verið hand­teknir en þeir höfðu í för með sér mikið af vopnum, þeir höfðu að auki reynt að fá að­gang að sprengi­efni.