Nem­endur sem kláruðu 10. bekk í Hvols­skóla á Hvols­velli síðast­liðið vor ætluðu til Dan­merkur fyrir út­skrift eins og venja er hjá útskriftarárgangi skólans. Höfðu nemendur safnað fyrir ferðinni allt síðast­liðið skóla­ár og áttu því góðan sjóð.

Í ár hafði CO­VID-19 þau á­hrif að 10. bekkur komst ekki í ferðina sína til Dan­merkur en þess í stað var farið í ferða­lag innan­lands og skemmti hópurinn sér vel.

Í til­kynningu frá Rang­ár­þingi eystra segir að í ferða­sjóðnum hafi verið mikill af­gangur og tóku nem­endurnir þá á­kvörðun að gefa Styrktar­fé­lagi krabba­meins­sjúkra barna peningana sem höfðu safnast.

Í til­kynningunni segir að styrktar­fé­lagið hafi að vonum þakkað vel fyrir sig og það megi svo sannar­lega hrósa nem­endum fyrir góða á­kvörðun.