Frá­fall norska rostungsins Freyju er harm­saga og til marks um á­gang mannsins gagn­vart náttúru­legum heim­kynnum villtra dýra. Þetta segir Ragn­heiður Rakel Dawn Han­son, dýra­fræðingur. Hún var til við­tals í Frétta­vaktinni og má horfa á við­talið neðst í fréttinni.

Norsk stjórn­völd tóku um helgina á­kvörðun um að lóga rostungnum sem hafði sótt smá­báta­höfn í grennd við Osló heim. Rostungurinn hafði laðað að sér fjölda ferða­manna, sem margir hverjir hlýddu ekki til­mælum yfir­valda um að koma ekki nærri dýrinu.

Ágætt að málið veki athygli

„Þetta gerist reglu­lega út um allan heim,“ segir Ragn­heiður Rakel Dawn Han­son, dýra­fræðingur sem fylgst hefur með máli Freyju.

Hún segir á­gætt að málið veki svona mikla at­hygli. „Fólk hegðar sér ó­skyn­sam­lega í kringum risa­stór dýr og halda að þau séu ekkert hættu­leg,“ segir Ragn­heiður.

Hún segir aðrar lausnir en af­lífun rostungsins hafa verið í boði. „Það eru að sjálf­sögðu fleiri lausnir en þær eru rosa­lega kostnaðar­samar,“ segir Ragn­heiður.

Því miður sé ekki mikill á­hugi á að setja meira fjár­magn í um­önnun villtra dýra. „Það er hægt að flytja dýrið og til dæmis hægt að græja starfs­fólk í að passa upp á hvernig fólk hegðar sér í kringum dýrið,“ segir Ragn­heiður.

Erfið að­gerð sé að deyfa dýrið í því skyni að flytja það. „Það er rosa­lega hættu­legt að flytja dýr. Sér­stak­lega þegar þarf að deyfa það og ef fólk gefur dýrum eins og rostungum að borða, þá ein­fald­lega koma þeir bara aftur.“

Ferðalangar létu tilmæli yfirvalda um að nálgast dýrið ekki sem um vind um eyru þjóta.
Mynd/Fiskeridirektoratet

Mun gerast æ oftar

Þér finnst mennirnir frekar vanda­málið en rostungurinn?

„Það er alltaf svo­leiðis. Ég las í fréttunum til dæmis að fólk hefði synt upp að henni og kastað í hana steina,“ segir Ragn­heiður. Hún segir rostungana ekki í út­rýmingar­hættu.

„En hún er svaka­lega við­kvæm og þá sér­stak­lega út af loft­lags­breytingum,“ segir Ragn­heiður. Heima­svæði rostunga séu í meiri hættu en áður og ein­staklingar kanni því meira svæði heldur en nokkurn tímann áður.

„Þau munu reyna að finna eitt­hvað sem hentar þeim betur. Þannig þetta gæti farið að koma upp oftar, að við komumst í ná­vígi við slík dýr.“

Ragn­heiður segir að þess vegna þurfi að fara að huga að því að gera sér­stakar við­bragðs­á­ætlanir vegna þessa. „Hvað eigi að gera og hvernig við kennum mann­fólkinu al­mennt hvernig á að um­gangast dýr,“ segir Ragn­heiður.

„Ég held að við séum enn svo fjar­læg dýrum og náttúrunni í kringum okkur að við kunnum ekki að koma fram við hana af þeirri virðingu sem hún á skilið. Fólk verður skiljan­lega mjög spennt að sjá þessi dýr, þau eru guð­dóm­lega fal­leg, en það þarf að gera það af virðingu og leyfa þeim að taka sitt pláss.“

Freyja dólar sér í höfninni í grennd við Osló fyrr í þessum mánuði.
Fréttablaðið/Getty

For­sætis­ráð­herrann styður á­kvörðunina

Rostungurinn hefur hlotið heims­frægð allt frá því að hann hóf að sækja norska smá­báta­eig­endur heim þann 17. júlí síðast­liðinn. Á­kvörðunin um að lóga honum hefur reynst afar ó­vin­sæl, meðal annars hjá ís­lenskum net­verjum sem skegg­ræddu málið sín á milli.

Svo ó­vin­sæl reyndist á­kvörðunin að Jonas Gahr Støre, for­sætis­ráð­herra Noregs tjáði sig opin­ber­lega um málið. Hann styður á­kvörðunina.

„Þetta var rétt á­kvörðun. Ég er ekki hissa að hún hafi vakið al­þjóð­lega at­hygli. Stundum þarf að taka ó­vin­sælar á­kvarðanir,“ segir for­sætis­ráð­herrann.

Áður hefur Frank Bakke-Jen­sen, fiski­mála­stjóri, sagt að það hafi verið ó­raun­hæft að fara aðra leið en að lóga dýrinu. „Við höfum tekið allar hugsan­legar lausnir vand­lega til greina. Við komumst að þeirri niður­stöðu að við gætum ekki tryggt vel­ferð dýrsins með neinu móti.“

Dýra­verndunar­sam­tök hafa hins­vegar mót­mælt þessum full­yrðingum harð­lega. Þannig segir Siri Martinsen, tals­maður dýra­vel­ferðar­sam­takanna NOAH að á­gengt mann­fólk hefði fyrst átt að fá sekt.