Komufarþegum í Leifstöð er nú heimilt að nýta sér almenningssamgöngur í fyrsta sinn í tæpt ár.

Þetta er með því skilyrði að farþegar geti sýnt vagnstjóra SMS-skilaboð frá sótttvarnayfirvöldum sem staðfestir að viðkomandi sé undanþeginn sóttkví vegna komunnar til landsins.

Leið 55 frá flugstöðinni byrjaði að taka við ferðamönnum frá flugstöðunni í gær, 5 júlí, samkvæmt nýrri tilkynningu frá Strætó.

Frá því í ágúst 2020 hefur öllum komufarþegum verið óheimilt að nota almenningssamgöngur frá Leifstöð.

Komufar­þeg­ar hafa síðan þá þurft að ferð­ast frá Leifs­stöð með einka­bíl, bíla­leigu­bíl eða leigu­bíl. Þá var flugrútan í gangi í einhvern tíma um jólin og áramótin en hætti svo akstri vegna skertrar flugáætlunar.

Ferðamálastofa gerir ráð fyrir að um 890 þúsund erlendir ferðamenn sæki Ísland heim á þessu ári, en að á næsta ári verði fjöldinn tæpar tvær milljónir ferðamanna, eða um 1.950 þúsund. Það er svipaður fjöldi og árið 2019.