Ástralska lög­reglan hefur hand­tekið sex manns vegna gruns um um­fangs­mikið smygl á þurr­mjólk. Fólkið er grunað um að hafa stolið gríðar­legu magni af þurr­mjólk þar í landi og á­fram selt til Kína, og grætt á því ríf­lega eina milljón ástralskra dollara, eða um 87 milljónir ís­lenskra króna. 

Þurr­mjólkur­for­múlan sem um ræðir nefnist white gold eða hvíta­gull og þykir bæði betri og öruggari en aðrar for­múlur, að því er breska ríkis­út­varpið greinir frá. Rúm­lega þrí­tugur karl­maður var ný­verið hand­tekinn á flug­vellinum í S­yd­n­ey en á undan­förnum mánuðum hafa þrír karlar og tvær konur verið hand­tekin vegna sama máls. 

Lög­regla segir hópinn smygl­hring og hefur á­kært fimm manns. Fólkið er grunað um að hafa selt hverja þurr­mjólkur­dós, sem kostar um þrjá­tíu dali úti í búð, á hundrað dali í Kína. Skortur hefur verið á þurr­mjólk í Ástralíu, segir enn fremur á BBC.