Erlent

Komu upp um þurr­mjólkursmygl

Sex sæta haldi í Ástralíu vegna gruns um að hafa stolið gríðarlegu magni af þurrmjólk þar í landi og áframselt til Kína. Fólkið er talið hafa selt þurrmjólk fyrir ríflega eina milljón ástralskra dollara, eða um 87 milljónir íslenskra króna.

Lögreglan lagði einnig hald á fjármuni, sem taldir eru tilkomnir vegna sölu stolinni þurrmjólk. Ástralska lögreglan birti þessa mynd samhliða tilkynningu sinni um haldlagninguna. Fréttablaðið/AFP

Ástralska lög­reglan hefur hand­tekið sex manns vegna gruns um um­fangs­mikið smygl á þurr­mjólk. Fólkið er grunað um að hafa stolið gríðar­legu magni af þurr­mjólk þar í landi og á­fram selt til Kína, og grætt á því ríf­lega eina milljón ástralskra dollara, eða um 87 milljónir ís­lenskra króna. 

Þurr­mjólkur­for­múlan sem um ræðir nefnist white gold eða hvíta­gull og þykir bæði betri og öruggari en aðrar for­múlur, að því er breska ríkis­út­varpið greinir frá. Rúm­lega þrí­tugur karl­maður var ný­verið hand­tekinn á flug­vellinum í S­yd­n­ey en á undan­förnum mánuðum hafa þrír karlar og tvær konur verið hand­tekin vegna sama máls. 

Lög­regla segir hópinn smygl­hring og hefur á­kært fimm manns. Fólkið er grunað um að hafa selt hverja þurr­mjólkur­dós, sem kostar um þrjá­tíu dali úti í búð, á hundrað dali í Kína. Skortur hefur verið á þurr­mjólk í Ástralíu, segir enn fremur á BBC.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Venesúela

Maduro slítur stjórn­mála­sam­bandi við Kólumbíu

Bandaríkin

Milljón dollara trygging fyrir R. Kel­ly

Breska konungsfjölsku

Her­togaynjan hótar lög­sóknum

Auglýsing

Nýjast

Tólf ára blaða­kona lét lög­reglu­mann heyra það

Þyrlan sótti göngu­menn upp á Tungna­fells­jökul

Fjallað um fyrir­hugaðar hval­veiðar í er­lendum miðlum

Plok­kver­tíðin að hefjast hjá Atla

Segja RÚV upp­hefja eigin verk á kostnað fag­manna

Leit lokið í dag: „Mikill sam­hugur á Ír­landi“

Auglýsing