Mikill snjór er í fjöllum og hefur bæst við síðustu daga. Víða um landið er snjóflóðahætta og óvissustig enn í gildi á Norðurlandi, norðanverðum Vestfjörðum og hættustig á Ísafirði.

Björgunarsveitin Hafliði var kölluð út í gær til að fylgja sjúkrabíl frá Þórshöfn yfir Hófaskarð til Akureyrar en vegna óveðurs var ekki hægt að lenda sjúkraflugvélinni, hvorki á Þórshöfn né Vopnafirði.

„Eftir hetjulega baráttu við ófærð og veður komumst við yfir Hófaskarðið þar sem bjsv. Garðar og sjúkrabíll frá Húsavík tóku við sjúklingnum og komu honum til Akureyrar. Það sem fer í gagnum huga manns við slíkar aðstæður er hversu mikill samtakamáttur er í samfélaginu þegar vág ber að höndum.“