Dýraverndunarsamtökunum Animal Asia hefur tekist að koma 101 bjarndýri í öruggt skjól. Birnirnir voru fluttir úr ræktunarstöð í Nanning í Kína í miðstöð samtakanna í Chengdu, um 1.200 kílómetrum frá Nanning.

Samtökin hafa unnið að því að fá bjarndýrin, sem voru af tegund svartbjarna, til sín undanfarin átta ár. Í Nanning voru birnirnir læstir inni í búri og afurðir þeirra nýttar til framleiðslu á lyfjum sem notuð eru við kínverskar lækningar. Í Chengdu fá þeir að lifa í náttúrulegra umhverfi.

Samtökin hafa starfað í 23 ár og bjargað sex hundruð bjarndýrum.