Innlent

Komst yfir upp­lýsingar um 422 börn í Mentor

Fimmtu­daginn síðast­liðinn komst það upp að ó­prúttnum aðila tókst að safna kenni­tölum og for­síðu­myndum 422 nem­enda í 96 skólum í sveitar­fé­lögum um allt land á Ís­landi.

Viðkomandi tókst að safna kennitölum og myndum af á fimmta hundrað nemendum. Mentor íhugar réttarstöðu sína. Fréttablaðið/Ernir

Fimmtu­daginn síðast­liðinn komst það upp að ó­prúttnum aðila tókst að safna kenni­tölum og for­síðu­myndum 422 nem­enda í 96 skólum í sveitar­fé­lögum um allt land á Ís­landi. Notandinn var skráður inn á skólaupplýsingakerfið Mentor og gat hann sótt upp­lýsingarnar vegna veik­leika í kerfinu. 

Um leið og málið komst upp brugðust hug­búnaðar­sér­fræðingar Mentor við og hefur veik­leikanum þegar verið eytt og öryggi kerfisins tryggt að því er segir í tilkynningu frá Mentor. 

Jafn­framt hefur sveitar­fé­lögum, per­sónu­verndar­full­trúum sveitar­fé­laga og skóla­stjórum allra skóla hér á landi verið gerð grein fyrir upp­lýsinga­söfnuninni, einnig skólum þeirra nem­enda sem upp­lýsingum var ekki safnað um. 

„Hjá Mentor er málið litið mjög al­var­legum augum enda eiga not­endur að geta treyst því að allar upp­lýsingar í kerfinu séu öruggar,“ segir í til­kynningunni. 

Hug­búnaðar­sér­fræðingar hafi skoðað ofan í kjölinn hvernig hægt var að nálgast upp­lýsingarnar og gert við­eig­andi ráð­stafanir til að tryggja öryggi kerfisins enn frekar. 

Sann­reynt hafi verið að ekki var um að ræða neinar aðrar upp­lýsingar en kenni­tölu og for­síðu­mynd við­komandi nem­enda. Ekki var hægt að nálgast neinar aðrar upp­lýsingar né heldur breyta upp­lýsingum og engin lykil­orð voru í hættu. 

Mentor hyggst skoða réttarstöðu sína vegna málsins.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Bóka­út­gef­endum blöskrar hljóð­bóka­sprenging

Innlent

Lilja lítur fjarvistir alvarlegum augum

Innlent

Hættir sem for­maður: „LÍV og VR hafa ekki átt sam­leið“

Auglýsing

Nýjast

Örlög Karadzic ráðast í dag

Á­rásar­maðurinn undir­búið árás á þriðja skot­markið

Vill að heims­byggðin berjist gegn ras­isma

Grunsamlegur maður kíkti inn í bifreiðar

Gul viðvörun norðvestantil í dag

Brexit gæti tafist um allt að tvö ár

Auglýsing