Karl­maður sem slasaðist þegar þak­plata fauk á hann í Hval­firði hefur nú verið fluttur á sjúkra­hús til með­höndlunar en þetta stað­festir vakt­hafandi varð­stjóri hjá slökkvi­liðinu í sam­tali við Frétta­blaðið.

Vakt­hafandi varð­stjóri gat ekki gefið frekari upp­lýsingar um meiðsl mannsins að svo stöddu en stað­festi að maðurinn væri kominn á sjúkra­hús. At­vikið átti sér stað snemma í morgun en visir.is greindi fyrst frá.

Að sögn Davíðs Más Bjarna­sonar, upp­lýsinga­full­trúa Lands­bjargar voru björgunar­sveitar­menn frá Kjalar­nesi kallaðir út á­samt lög­reglu og gekk vel að koma manninum af vett­vangi.

Veru­lega vont veður er nú víða á Suður­landi og er rauð við­vörun í gildi til há­degis. Björgunarsveitin í Vestmannaeyjum var meðal annars kölluð út í morgun þar sem járnplötur og klæðningar hafi farið að losna af húsum.