„Loksins þegar þessi á­kvörðun er komið vonumst við eftir því að hlutirnir fari að gerast aftur,“ segir for­maður Raf­bíla­sam­bands Ís­lands um á­kvörðun Lands­réttar um að stað­festa ó­gildingu á úr­skurði kæru­nefndar út­boðs­mála um lög­mæti út­boðs á upp­setningu og rekstri hleðslu­stöðva fyrir raf­bíla í hverfum Reykja­víkur.

Málið fór upp­runa­lega fyrir Héraðs­dóm Reykja­víkur, en í nóvember komst dómurinn að þeirri niður­stöðu að fella úr gildi úr­skurð kæru­nefndar. Í dag stað­festi Lands­réttur þá niður­stöðu.

Málið má rekja til sam­komu­lags Reykja­víkur­borgar, Orku­veitu Reykja­víkur, sem er eig­andi ON, og Veitna, systur­fyrir­tækis ON, sem undir­ritað var í fyrra um að koma upp 71 hleðslu­stöð víðs vegar um borgina til að þjóna raf­bíla­eig­endum sem ekki hafa bíla­stæði á eigin lóð.

Til­boðin í fram­kvæmdina voru opnuð í ágúst, kostnaðar­á­ætlunin var upp á alls 10,8 milljónir. Knýr ehf. átti hæsta til­boðið, rúmar 227 milljónir, þar á eftir koma Bíla­hleðslan ehf. með 85 milljónir og Ísorka ehf. með 25,5 milljónir. ON bauðst hins vegar til að greiða borginni 113 þúsund krónur fyrir að setja upp hleðslu­stöðvarnar.

Ísorka kærði út­boðið og fór fram á að felld verði úr gildi á­kvörðun Um­hverfis- og skipu­lags­sviðs Reykja­víkur­borgar um að ganga að til­boði Orku náttúrunnar, ON.

Tómas Kristjáns­son, for­maður Raf­bíla­sam­bands Ís­lands er á­nægður með að það sé loksins komin niður­staða í málinu.

„Á­stæðan af hverju raf­bíla­sam­bandið hefur fylgst vel með málinu er að það eru fjöl­mörg sveitar­fé­lög á Ís­landi sem hafa stöðvað öll út­boð í kringum hleðslu­stöðvar, sem þýðir það að þessir um­talaða inn­viða upp­bygging stöðvast,“ segir Tómas.

Hann segir að nú loksins geti upp­bygging á hleðslu­stöðvum geti haldið á­fram. „Það hefur ekkert verið að gerast í tvö ár. En núna þegar loksins er komin niður­staða þá geta hjólin farið að snúast aftur og önnur sveitar­fé­lög geta farið að halda út­boð um upp­byggingu á hleðslu­stöðum,“ segir Tómas.