Maður í Texas segist vera afar feginn að hundur sinn hafi sloppið eftir að hafa verið skotinn með ör úr lásboga í höfuðið.

Litlu mátti muna að það hefði orðið hundinum að bana en eigandi hundsins segist gruna einstakling um ódæðið.

Ben Gomez lýsir því í samtali við bandaríska fjölmiðla að honum hafi brugðið þegar hann sá hinn tveggja ára gamla Boomer með ör í gegnum höfuðið.

Boomer á leiðinni til dýralæknis
mynd/skjáskot frá KSAT

Dóttir Bens setti af stað hópfjármögnun á vefsíðunni GoFundMe til að greiða þrjú þúsund dala reikning frá dýralækninum og var fljótlega búið að borga reikninginn.