Karl Ágúst Úlfs­son er í ítar­legu við­tali í helgar­blaði Frétta­blaðsins að til­efni þess að hann ætlar sér að kveðja leik­sviðið eftir rúm­lega fjöru­tíu ára feril með sýningunni Fíflið. Hann ætlar að snúa sér að skriftum af fullum þunga og kveðst eiga margar skúffur fullar af hand­ritum.

Karl Ágúst er þekktastur fyrir að vera með­limur Spaug­stofunnar á­samt þeim Erni Árna­syni, Pálma Gests­syni, Rand­veri Þor­láks­syni og Sigurði Sigur­jóns­syni. Spaug­stofan er auð­vitað einn vin­sælasti grín­þáttur í sögu Ís­lands og var á dag­skrá RÚV með hléum til 2010 þegar þeir fé­lagar færðu sig yfir á Stöð 2 þar sem þeir voru sýndir til 2014. Árið 2015 fögnuðu Spaug­stofu­menn þrjá­tíu ára starfs­af­mæli sínu með kveðju­sýningunni Yfir til þín í Þjóð­leik­húsinu.

Það kom mjög mörgum á ó­vart að RÚV skyldi taka þessa á­kvörðun. Þeir höfðu að vísu aldrei viljað á­kveða neitt fram í tímann.

„Það kom mjög mörgum á ó­vart að RÚV skyldi taka þessa á­kvörðun. Þeir höfðu að vísu aldrei viljað á­kveða neitt fram í tímann. Þeir vildu alltaf sjá til, þannig að undir vorið þegar vetrar­dag­skránni var að ljúka þá spurðum við alltaf hvort þeir ætluðu að hafa okkur aftur næsta vetur. Við fengum aldrei svör við því nema: „Við skulum at­huga málin.“ Svo fengum við ekki að vita þetta fyrr en bara kannski mánuði áður en við áttum að byrja að vinna. Fyrir vikið var ég aldrei fast­ráðinn neins staðar og hafði í raun ekki trygga vinnu nema í mesta lagi níu mánuði fram í tímann,“ segir Karl Ágúst.

Haldið þið fé­lagarnir enn sam­bandi?

„Við reynum að drekka kaffi saman helst einu sinni í viku. Það heppnast ekki alltaf en oft. Það fer alltaf gríðar­lega vel á með okkur. Það er náttúr­lega mikið lán að þessi hópur skyldi vera svona í laginu, hann gat alveg verið allt öðru­vísi, en við náðum ofsa­lega vel saman. Við vorum ekkert alltaf sam­mála en það varð samt aldrei til þess að við gætum ekki átt eðli­leg og heil­brigð sam­skipti og skilað öllum verkum þannig að við værum sáttir við.“