Hugsan­legt er að af­urða­verð síldar og kol­munna muni lækka á komandi árum vegna þess að Marine Stewards­hip Council (MSC) telur veiðar á stofninum ekki lengur sjálf­bærar. MSC til­kynnti fyrir skömmu að norsk-ís­lenski síldar­stofninn muni missa sjálf­bærni­vottun sína frá og með næstu ára­mótum.

Hið sama gildir um kol­munna sem veiddur er í Norður-At­lants­hafi. Á­stæða þess að veiðar á kol­munna og síld eru taldar ó­sjálf­bærar er stöðug of­veiði á undan­förnum árum, en strand­ríki Norður-At­lants­hafs – Ís­land, Fær­eyjar, Noregur, Evrópu­sam­bandið, Græn­land og Bret­land – hafa ekki náð sam­komu­lagi um skiptingu afla­heimilda.

Á­hrifin á tegundirnar tvær eru þó með ó­líkum hætti. Síld er að mestu unnin til mann­eldis, á meðan kol­munni er fyrst og fremst nýttur til fram­leiðslu á fiski­mjöli.
Þar sem norsk-ís­lenski síldar­stofninn hefur ekki veiðst í veru­legu magni um langt skeið mun verð­lækkun vegna af­náms sjálf­bærni­vottunar ekki hafa teljandi á­hrif á ís­lenska þjóðar­búið.

Kol­munni er hins vegar mikið til nýttur til fram­leiðslu á fiski­mjöli sem er síðan notað til fram­leiðslu á fóðri fyrir eldis­lax. Vöxtur í lax­eldi hefur verið mikill á fyrri árum og fram­leiðsla á fiski­mjöli úr kol­munna verið einkar arð­bær af þeim sökum. Hins vegar þarf hrá­efni fóðurs til lax­eldis að vera MSC-vottað svo eldis­laxinn geti hlotið sama stimpil. Því er ein­sýnt að eftir­spurn þess kol­munna sem ís­lenskar út­gerðir koma með að landi muni dragast nokkuð saman af þessum sökum.