Óskað var eftir þyrlu Land­helg­is­gæsl­unn­ar vegna bráðra veikinda skammt frá Búðardal um tvö leytið í dag. Þetta staðfestir Ásgeir Er­lends­son, upp­lýs­inga­full­trúi Land­helg­is­gæsl­unn­ar, í samtali við mbl.

Þyrlan fór í loftið til móts við sjúkrabíl sem flutti sjúklinginn. Þyrlan lenti fyrir rúmum hálftíma við Landspítalann í Fossvogi. Nánari upplýsingar liggja ekki fyrir að svo stöddu.