Innlent

Kolfinna: „Voðalega á ég flottan pabba“

Kolfinna, dóttir Jóns Baldvins, kemur honum til varnar í færslu á Facebook.

Feðginin Kolfinna og Jón Baldvin.

Kolfinna Baldvinsdóttir, dóttir Jóns Baldvins Hannibalssonar, sem sakaður hefur verið um kynferðislega áreitni af mörgum konum, ver föður sinn í nýrri Facebookfærslu.

„Voðalega á ég flottan pabba. Sem hefur ævinlega staðið með okkur. Eins og við systur höfum þakkað honum fyrir,“ segir Kolfinna í færslu á Facebook og deilir frétt af vef Fréttablaðsins, þar sem sagt er frá reynslu Aldísar Schram, dóttur Jóns.

Í fréttinni er sagt frá upplifun Aldísar af því að búa á heimili Jóns Baldvins og Bryndísar Schram. Hún lýsir því meðal annars að hafa eitt sinn, líklega fimm ára gömul, ekki geta sofið vegna háværrar tónlistar og drykkjuláta á heimilinu. Hún segist hafa beðið þau um að lækka í sér. „Jón Baldvin Hannibalsson gekk þá til mín, settist á hækjur sér gegnt mér, horfði í augu mér, kveikti á vindli, sogaði inn reyknum og púaði framan í mig (móður minni til kátínu). Og þá hugsaði ég með mér: „Voðalega á ég ljótan pabba (en hitt vissi ég að hin svokallaða mamma mín væri vond).“,“ skrifaði Aldís á Facebook.

Fyrirsögn greinarinnar er „Segir frá Jóni Bald­vini: „Voða­­lega á ég ljótan pabba“. Það er í þau orð sem Kolfinna vísar með færslu sinni. Hún segir Jón Baldvin alltaf hafa staðið með þeim systrum. 

Fjórar konur stigu fram í Stundinni í síðustu viku og greindu frá áreitni Jóns Baldvins, allt frá því fyrir hálfri öld síðan og þar til í fyrra. Greint hefur verið frá því að metoo Facebook-hópur hefur verið stofnaður; vettvangur kvenna sem segjast hafa orðið fyrir barðinu á ráðherranum fyrrverandi. Þar hafa í það minnsta átta sögur birst af samskiptum kvennanna við Jón.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Segir Jón Bald­vin hafa lagst nakinn upp í rúm til sín

#MeToo

Mun tjá sig um málið þegar þar að kemur

#MeToo

Segir Jón hafa skrifað ungum nem­endum „ástar­bréf“

Auglýsing

Nýjast

Kaldur vindur í dag og stormur í nótt

Munu sækja tjón sitt vegna friðunar

Heilsugæslan ekki nútímafólki bjóðandi

Segir að ekki þurfi að velja milli hagsmuna ólíkra félaga

Hafna uppbyggingu á Granda

Fyrri frið­lýsingin nauð­syn­leg til að ná fram sátt

Auglýsing