Kolfinna Von Arnar­dóttir, eig­andi Reykja­vík Fas­hion Festi­val, full­yrðir að Reykja­víkur­borg hafi verið til­kynnt um að há­tíðinni, sem átti að fara fram í fyrra, hafi verið frestað fram á vor. 

Frétta­blaðið fjallar í dag um það að menningar-, í­þrótta- og tóm­stunda­ráð Reykja­víkur­borgar hefur á­kveðið að fresta styrktar­út­hlutun upp á 1,5 milljónir til RFF vegna ársins 2019 í ljósi þess að há­tíðin fékk eina milljón króna í styrk í fyrra vegna há­tíðar sem ekki fór fram. Í yfir­lýsingu, sem Kol­finna birtir á Face­book-síðu sinni, segir hún að vegna frestunarinnar hafi verið óskað eftir því að sam­eina styrktar­um­sóknir fyrir 2018 og 2019. Slíkt sé al­vana­legt.

Þessi þróun mála sem Kol­finna Von lýsir virðist þó ekki hafa skilað sér til ráðsins sem um styrk­veitingarnar fjallar hjá borginni og bókaði um málið á fundi sínum í fyrra­dag.